Minni fólks er misjafnt og virðist það hafa brugðist Harry Bretaprins, allavega einu sinni, í ævisögu hans Spare sem kom út í gær.
Í bókinni rifjar hann upp hvar hann var þegar hann komst að andláti langömmu sinnar, móður Elísabetar heitinnar Bretlandsdrottningar.
Elísabet drottningarmóðir lést þann 30. mars árið 2002, 101 árs að aldri.
Harry segir að hann hafi verið í Eton, sem er heimavistaskóli fyrir yfirstéttina í Bretlandi, þegar hann fékk símtal um andlát langömmu sinnar.
„Þegar ég var í skólanum, í Eton, fékk ég símtal. Ég vildi óska þess að ég gæti munað hver var hinum megin á línunni, hirðmaður held ég,“ segir hann í bókinni.
„Ég man að þetta var rétt fyrir páska. Það var bjart og hlýtt úti, birtan kom inn um gluggann minn og fyllti herbergið af fallegum litum. Yðar konunglega hátign, drottningarmóðirin er látin.“
Hins vegar greina aðrir miðlar frá því að Harry hafi ekki verið í Eton þegar hún lést, heldur í skíðaferð í Sviss með föður sínum og bróður. Page Six skýrir frá þessu.
Það eru einnig myndir sem sýna Harry snúa aftur heim til Bretlands frá Sviss, degi eftir að langamma hans kvaddi þetta líf.
Þetta hefur orðið til þess að margir draga trúverðugleika og minni Harry í efa; ef þetta er rangt þá gæti fleira í bókinni verið það.
So Harry can’t even properly recall when the Queen Mother died.
Oh but trust his word for everything 🙄 https://t.co/Z4YjSWTiXG pic.twitter.com/p1lvTKaylN— RC (@thatgirlrc) January 10, 2023
Harry’s been called out by GB News for a discrepancy in his book regarding where he received the news in 2002 that the Queen Mother had passed away. Honestly is always the best policy otherwise recollections will definitely vary!!! 🤣
— Clare (@Whats1tallabout) January 10, 2023
That’s no guarantee they’re based on facts. Harry can’t even remember where he was when the Queen Mother died, so his recollections are not to be trusted. And he has an agenda, so there’s a lack of impartiality.
— Vanessa Meaney 🌻 (@Idratherbeat1) January 10, 2023
Yet it’s day one since the #SpareUs release and already it’s clear Harry fabricated huge portions of the book from whole cloth to support his fake victimhood. He was not at Eton when the Queen Mother died and was not told by a “random courtier”. He’s a liar and a loser, full stop
— ScrappyTrails (@mister2988) January 10, 2023
‘It raises questions and concerns – are there any other inconsistencies in this book?’
GB News Royal Reporter @CameronDLWalker discusses a discrepancy in Prince Harry’s memoir, „Spare“, surrounding the death of the Queen Mother. pic.twitter.com/FyRzV2aBi7
— GB News (@GBNEWS) January 10, 2023
Netverjar hafa tekið eftir fleiri villum í bókinni. Eins og þegar hann sagði að mamma hans hafi keypt fyrir hann Xbox leikjatölvu í þrettán ára afmælisgjöf árið 1997, stuttu fyrir andlát hennar. En Mirror greinir frá því að fyrsta Xbox tölvan kom út árið 2001 og kom ekki út í Evrópu fyrr en ári seinna.