fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Trúverðugleiki Harry dreginn í efa eftir að upp komst um villur í bókinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minni fólks er misjafnt og virðist það hafa brugðist Harry Bretaprins, allavega einu sinni, í ævisögu hans Spare sem kom út í gær.

Í bókinni rifjar hann upp hvar hann var þegar hann komst að andláti langömmu sinnar, móður Elísabetar heitinnar Bretlandsdrottningar.

Elísabet drottningarmóðir lést þann 30. mars árið 2002, 101 árs að aldri.

Harry segir að hann hafi verið í Eton, sem er heimavistaskóli fyrir yfirstéttina í Bretlandi, þegar hann fékk símtal um andlát langömmu sinnar.

„Þegar ég var í skólanum, í Eton, fékk ég símtal. Ég vildi óska þess að ég gæti munað hver var hinum megin á línunni, hirðmaður held ég,“ segir hann í bókinni.

„Ég man að þetta var rétt fyrir páska. Það var bjart og hlýtt úti, birtan kom inn um gluggann minn og fyllti herbergið af fallegum litum. Yðar konunglega hátign, drottningarmóðirin er látin.“

Harry á að hafa verið í skíðaferð með bróður sínum og föður.

Hins vegar greina aðrir miðlar frá því að Harry hafi ekki verið í Eton þegar hún lést, heldur í skíðaferð í Sviss með föður sínum og bróður. Page Six skýrir frá þessu.

Það eru einnig myndir sem sýna Harry snúa aftur heim til Bretlands frá Sviss, degi eftir að langamma hans kvaddi þetta líf.

Þetta hefur orðið til þess að margir draga trúverðugleika og minni Harry í efa; ef þetta er rangt þá gæti fleira í bókinni verið það.

Netverjar hafa tekið eftir fleiri villum í bókinni. Eins og þegar hann sagði að mamma hans hafi keypt fyrir hann Xbox leikjatölvu í þrettán ára afmælisgjöf árið 1997, stuttu fyrir andlát hennar. En Mirror greinir frá því að fyrsta Xbox tölvan kom út árið 2001 og kom ekki út í Evrópu fyrr en ári seinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram