Danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen telur að íslenska landsliðið muni ekki komast í undanúrslit á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í dag. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Boysen þar sem hann birtir spá sína fyrir mótið.
Fullyrða má að væntingar Íslendinga fyrir lokamót í handbolta hafi aldrei verið meiri og eru margir á því að Ísland eigi góða möguleika á að fara hreinlega alla leið í mótinu. Ástæðan fyrir bjartsýninni er ekki síst sú að sókn íslenska liðsins er óárennileg í meira lagi með þá Ómar Inga Magnússon, Gísla Þorgeir Kristjánsson og Aron Pálmason í broddi fylkingar.
Boysen telur einmitt að Ómar Ingi verði markakóngur mótsins en er á því að það dugi þó ekki til og að Ísland hafni í 6. sæti mótsins og tryggi sér þar með þátttökurétt á næsta Ólympíumóti.
Boysen var öflugur handboltamaður sjálfur og var meðal annars unglingalandsliðsmaður Danmerkur. Hann lagði þó skónna snemma á hilluna og hefur síðan vakið athygli á samfélagsmiðlunum Twitter og Instagram fyrir umfjöllun sína um handbolta.
Danski sérfræðingurinn telur að Svíar hampi gullinu og vinni Dani í úrslitleik. Þá telur hann að Frakkar hampi bronsverðlaunum eftir sigur gegn Spánverjum. Boysen er á því að Serbar verði spútniklið mótsins og lendi í fimmta sæti mótsins.
My final ranking:
1. 🇸🇪
2. 🇩🇰
3. 🇫🇷
4. 🇪🇸
5. 🇷🇸
6. 🇮🇸
7. 🇳🇴
8. 🇪🇬
9. 🇩🇪
10. 🇭🇷
11. 🇵🇱
12. 🇵🇹
13. 🇳🇱
14. 🇸🇮
15. 🇭🇺
16. 🇹🇳
17. 🇲🇪
18. 🇶🇦
19. 🇧🇷
20. 🇲🇦
21. 🇦🇷
22. 🇨🇻
23. 🇧🇪
24. 🇮🇷
25. 🇲🇰
26. 🇧🇭
27. 🇨🇱
28. 🇰🇷
29. 🇩🇿
30. 🇸🇦
31. 🇺🇸
32. 🇺🇾What do you think?
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 10, 2023
Þá fer Boysen einnig yfir þá leikmenn sem vert er að fylgjast með frá hverju landi í mótinu. Frá Íslandi bendir hann á markvörðinn efnilega Viktor Gísla Hallgrímsson og segir að í fjölmörg ár hafi Íslendingum sárlega vantað heimsklassa markvörð. Það sé mögulega að breytast enda er Framarinn ungi á barmi þess að brjótast í allra fremstu röð.