fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Fyrrum vandræðagemsi Arsenal gæti óvænt snúið aftur til Englands

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 11:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag á Englandi hefur sett sig í samband við Matteo Guendouzi, miðjumann Marseille.

L’Equipe fjallar um þetta en samkvæmt miðlinum vita vinnuveitendur Marseille ekki hvaðan tilboðið kom. Málið er nú skoðað og reyna Frakkarnir að komast til botns í því.

Því hefur þó verið hent fram að það sé Aston Villa sem hafi haft samband við Guendouzi og gert honum tilboð.

Unai Emery þekkir Guendouzi vel.

Þar er Unai Emery knattspyrnustjóri. Hann fékk miðjumanninn til Arsenal árið 2018 og þekkir því að starfa með honum.

Guendouzi er 23 ára gamall. Hann er samningsbundinn Marseille til 2025.

Kappinn átti fína spretti inn á milli hjá Arsenal en var hegðun hans oft gagnrýnd. Mikel Arteta, sem tók við af Emery hjá Arsenal, hafði ekki áhuga á að vinna með leikmanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“