fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Gefa lítið fyrir skýringar skólastjóra í glærumálinu – „Það er engin leið að taka þetta úr samhengi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 10:08

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glærusýning kennara í Verzlunarskóla Íslands þar sem Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formann Miðflokksins, var stillt upp við hliðina á Adolf Hitler og Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherrum Þýskalands og Ítalíu, hefur vakið mikla athygli og reiði.

Skólastjóri Verzlunarskólans, Guðrún Inga Sívertsen, ræddi við DV í gær og sagði glæruna hafa verið tekna úr samhengi:  „Viðbrögð mín eru að benda á að þessi eina glæra er  tekin úr samhengi. Umrædd glæra er notuð í tíma í stjórnmálafræði þar sem er verið að tala um stefnur og strauma í stjórnmáalfræði og birtingarmyndir til dæmis af þjóðernisstefnu. Sannarlega er þessi eina glæra, tekin úr samhengi, mjög klaufaleg. Mjög svo. En það sem fram fer í kennslustundinni fjallar alls ekki um Sigmund Davíð á neinn neikvæðan hátt. Alls ekki.“

Sjá einnig: Segir glæruna hafa verið slitna úr samhengi – „Ég skil vel að Sigmundi hafi sárnað“

 

Margir benda á að hér sé ekkert að taka úr samhengi, myndin tali sínu máli. Meðal þeirra er Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, sem segir:

„Skólastjóri Verslunarskólans ver málið með þeim rökum að glæran sé tekin úr samhengi. Það er engin leið að taka þetta úr samhengi. Sigmundi Davíð stillt upp með Mussolini og Hitler – það er einbeitt samhengi í myndbirtingunni. Þarna var farið langt yfir strikið.“

Sigmundur Davíð segir sjálfur í FB-færslu að hann hafi fengið að heyra margar sögur í gær um pólitíska innrætingu í skólum. Hann þakkar fyrir margar kveðjur sem hann hefur fengið vegna málsins. Segir hann að kennsla og kennsluefni séu ekki til þess fallin að innleiða ákveðna pólitíska sýn:

„Skólastjóri Verslunarskólans ver málið með þeim rökum að glæran sé tekin úr samhengi.

Það er engin leið að taka þetta úr samhengi. Sigmundi Davíð stillt upp með Mussolini og Hitler – það er einbeitt samhengi í myndbirtingunni. Þarna var farið langt yfir strikið.

Bestu þakkir fyrir margar góðar kveðjur í dag m.a. frá fyrrum pólitískum andstæðingum á þingi.

Auk þess hef ég fengið að heyra fjölmargar sögur um dæmi af pólitískri innrætingu í skólum.

Það er rétt að taka fram að kennarar sinna einu mikilvægasta og göfugasta starfi hvers samfélags og gera það almennt af mikilli fórnfýsi. Móðir mín er kennaramenntuð og ég minnist margra kennara á öllum skólastigum með miklum hlýhug og þakklæti.

Eitt það skemmtilegasta í kosningabaráttu er að hitta nemendur sem jafnan hafa miklar skoðanir en einnig góðar spurningar.

Sögurnar sem ég hef fengið að heyra í dag eru þó góð áminning um mikilvægi þess að kennsla og kennsluefni séu ekki til þess fallin að innleiða ákveðna pólitíska sýn.

Ég hvet foreldra til að fylgjast vel með námi barnanna og láta í sér heyra ef ástæða er til eins og algengt er orðið víða, m.a. í Bandaríkjunum og Bretlandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“