David Beckham var mættur að horfa á leik hjá varaliði Brentford í gær þar sem sonur hans Romeo spilaði sinn fyrsta leik.
Romeo gekk í raðir Brentford fyrir helgi frá Inter Miami þar sem hann hafði verið í eitt ár.
Romeo æfði ungur að árum hjá Arsenal en fékk nú stuttan samning til að sanna ágæti sitt.
Hann lék sinn fyrsta leik í gær en Beckham var mættur í stúkuna en þurfti að þola mikið áreiti.
Áreitið var svo mikið að Beckham gafst upp og stökk yfir girðingu fyrir aftan stúkuna og lagði í raun á flótta frá fólkinu.