fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hafa leyst ráðgátuna um hvernig steinar henta best til að fleyta kerlingar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. janúar 2023 13:30

Þau virðast kunna að fleyta kerlingar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið deilt um hvernig steinar henta best við að fleyta kerlingar. Skoðanir eru skiptar á þessu stóra máli en nú hafa vísindamenn leyst þessa miklu ráðgátu sem hefur eflaust valdið mörgum andvökunóttum hjá sumum.

The Guardian segir að margir vilji nota þunna og flata steina til að fleyta kerlingar, telji það skila bestum árangri. En reiknilíkön vísindamanna sýna að þyngri steinar, sem eru kartöflulaga, henti betur og geti skilað betri árangri og náð mun lengra út á vatnið en þeir þunnu og flötu.

Dr Ryan Palmer, sérfræðingur í reiknifræði við Bristolháskóla, sagði í samtali við The Guardian að fólk eigi að prófa að fleyta kerlingar með undarlegum steinum til að sjá hvað gerist. „Reyndu að kasta steini, sem líkist kartöflu. Þú getur séð skemmtilega hluti gerast með þyngri steinum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu