The Guardian segir að margir vilji nota þunna og flata steina til að fleyta kerlingar, telji það skila bestum árangri. En reiknilíkön vísindamanna sýna að þyngri steinar, sem eru kartöflulaga, henti betur og geti skilað betri árangri og náð mun lengra út á vatnið en þeir þunnu og flötu.
Dr Ryan Palmer, sérfræðingur í reiknifræði við Bristolháskóla, sagði í samtali við The Guardian að fólk eigi að prófa að fleyta kerlingar með undarlegum steinum til að sjá hvað gerist. „Reyndu að kasta steini, sem líkist kartöflu. Þú getur séð skemmtilega hluti gerast með þyngri steinum,“ sagði hann.