fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Pressan

Telja að ósonlagið jafni sig á næstu 43 árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. janúar 2023 07:30

Ástand ósonlagsins fer versnandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var árið 1985 sem fyrstu vísbendingarnar komu fram um að gat væri á ósonlaginu. Ríki heims gripu fljótlega til ráðstafana til að vernda ósonlagið enda er það okkur lífsnauðsynlegt. Nú er það að jafna sig og verður komið í fyrra horf um 2066, eða eftir 43 ár.

Þetta kemur fram í nýju mati á stöðu ósonlagsins og taka Sameinuðu þjóðirnar undir það. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að niðurstöður vísindamanna séu að ósonlagið verði komið i fyrra horf yfir Suðurskautinu árið 2066, árið 2045 yfir Norðurskautinu og 2040 yfir restinni af jörðinni. Er þá átt við að það verði komið í það horf sem það var í á níunda áratug síðustu aldar.

Þessi góði árangur byggir á Montreal samningnum frá 1989 en samkvæmt honum var notkun 99% ósoneyðandi efna bönnuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Í gær

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi