fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ástralskir háskólar breyta prófum – Framvegis verða stúdentar að nota blað og penna en ekki tölvur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. janúar 2023 07:30

Það var fylgst náið með Suzie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskir háskólar hafa neyðst til að breyta fyrirkomulagi prófa og verkefnum af ótta við að stúdentar noti gervigreindarforrit til að skrifa ritgerðir. Stærstu háskólarnir hafa sett reglur sem kveða á um að notkun gervigreindar sé svindl en nokkrir nemendur hafa verið staðnir að slíku svindli. Sérfræðingur á sviði gervigreindar segir að háskólarnir séu með þessu komnir út í „vopnakapphlaup“ sem þeir geta ekki sigrað.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að í september hafi ChatGPT, sem semji texta um hvað sem er ef því er sagt að gera það eða ef fyrirspurn berst, hafi verið sett á markað í nóvember af OpenAI. Nú þegar hafi allir almenningsskólar í New York bannað notkun forritsins þar sem það þyki hafa neikvæð áhrif á nám nemenda og sé hugsanleg uppspretta ritstuldar.

Í Ástralíu hefur háskólafólk lýst yfir áhyggjum af ChatGPT og svipuðum forritum og getu þeirra til að sneiða hjá ritstuldarforritum en um leið skila af fljótt af sér texta sem stenst kröfur háskólanna og virðist vera í lagi.

Samtök átta fremstu háskóla landsins hafa ákveðið að endurmeta hvernig próf og verkefni verða lögð fyrir á þessu ári vegna hinnar nýju tækni. Dr Matthew Brown, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði að skólarnir hafi ákveðið að auka yfirsetu í prófum, að nota pappír og penna meira og leggja aðeins próf fyrir hópa sem lítil hætta þykir á að hafi rangt við.

Toby Walsh, prófessor í gervigreind við háskólann í New South Wales, sagði að þetta sé vopnakapphlaup sem sé hafið og það geti háskólarnir ekki sigrað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn