Sky News segir að efnið hafi fundist í pakka sem fór um flugvöllinn og var gegnumlýstur eins og venja er. Þetta gerðist 29. desember.
Talsmaður hryðjuverkalögreglunnar sagði að um „mjög lítið magn“ hafi verið að ræða og hafi sérfræðingar skoðað það og skorið úr um að almenningi hafi ekki stafað nein hætta af því. Hann sagði að rannsókn málsins sé enn í fullum gangi en ekki sé að sjá sem það tengist einhverri beinni ógn.
Úranið greindist í efni sem var í sendingunni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.