Fréttablaðið skýrir frá því í dag að undirbúningur að deiliskipulagi fyrir hótelið sé hafinn. Viljayfirlýsing á milli borgarinnar og hótelkeðjunnar um kaup á svokölluðu Kýrhólslandi, sem er hluti Stardals, hefur verið undirrituð.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði í samtali við Fréttablaðið að undirbúningur að deiliskipulagi svæðisins sé hafinn. Þarna séu stórhuga áform og þetta verði stór vinnustaður.
Hann sagði einnig að hótelið opni nýja vídd í ferðaþjónustu hér á landi. Það verði afar glæsilegt og muni bjóða upp á alls konar afþreyingu. Til dæmis verður stórt baðlón reist á staðnum. Í kringum hótelið verða heilsárs útivistarmöguleikar sem verða opnir almenningi og hótelgestum.