fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Hyggjast reisa fimm stjörnu lúxushótel við Skálafell

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 09:00

Reykjavík Natura er eitt hótela Icelandair Hotels sem er í eigu malasísks fyrirtækis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malasíska félagið Berjaya Land Berhad hyggst reisa rúmlega tvö hundruð herbergja lúxushótel í landi Stardals við Skálafell á næstu misserum. Félagið keypti Icelandair hótelin af Icelandair árið 2019.

Fréttablaðið skýrir frá því í dag að undirbúningur að deiliskipulagi fyrir hótelið sé hafinn. Viljayfirlýsing á milli borgarinnar og hótelkeðjunnar um kaup á svokölluðu Kýrhólslandi, sem er hluti Stardals, hefur verið undirrituð.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði í samtali við Fréttablaðið að undirbúningur að deiliskipulagi svæðisins sé hafinn. Þarna séu stórhuga áform og þetta verði stór vinnustaður.

Hann sagði einnig að hótelið opni nýja vídd í ferðaþjónustu hér á landi. Það verði afar glæsilegt og muni bjóða upp á alls konar afþreyingu. Til dæmis verður stórt baðlón reist á staðnum. Í kringum hótelið verða heilsárs útivistarmöguleikar sem verða opnir almenningi og hótelgestum.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð