Sky News skýrir frá þessu og segir að sérfræðingarnir hafi deilt sýn sinni á hvernig stjórnmál og landafræði, félagslegar og stjórnmálalegar hreyfingar og fleira geti litið út eftir tíu ár.
Niðurstaða þeirra er að hætta sé á að Rússland muni hugsanlega ekki lifa næsta áratuginn af í þeirri mynd sem við þekkjum.
40% þeirra spáðu því að landið muni leysast upp innan frá fyrir 2033 vegna „byltingar, borgarastyrjaldar, pólitísks sundurlyndis eða af öðrum ástæðum“.
46% sögðust eiga von á að Rússland verði þrotríki (failed state) á næsta áratug eða hrynji saman.
Atlantic Council segir að Evrópubúar séu sérstaklega svartsýnir á framtíð Rússlands því 49% þeirra telja að Rússland muni hrynja saman.