Marco Reus hefur gefið sterklega í skyn að hann sé reiðubúinn að skrifa undir hjá liði Al Nassr í Sádí Arabíu.
Al Nassr ku hafa mikinn áhuga á að semja við Reus sem er goðsögn Borussia Dortmund og leikur þar enn í dag.
Peningarnir eru miklir hjá Al Nassr en Cristiano Ronaldo skrifaði nýlega undir samning við félagið.
Reus segist vera að horfa í kringum sig en hann á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum í Þýskalandi.
,,Auðvitað ertu að horfa í framtíðina, ég á aðeins sex mánuði eftir af samningnum,“ sagði Reus.
,,Það væri rangt að hugsa ekki um framhaldið,“ bætti Reus við og segir umboðsmaður hans að áhugi Al Nassr sé eðlilegur vegna stöðu samningsins.