Sergio Aguero, goðsögn Manchester City, hefur staðfest það að hann eigi eftir að spila einn leik á ferlinum.
Aguero er 34 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna seint 2021 vegna hjartavandamála.
Aguero var þá nýbúinn að skrifa undir hjá Barcelona en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Man City.
Framherjinn hefur staðfest það að hann ætli að spila í vináttuleik með liði Barcelona Sporting Club í Ekvador.
Leikurinn fer fram þann 28. næstkomandi en hann er búinn að fá leyfi frá lækni að taka þátt.
Los espero amigos este próximo 28/01 en la gran #NocheAmarilla2023 de @barcelonaSc pic.twitter.com/Ws7iBKTlGd
— Sergio Kun Aguero (@aguerosergiokun) January 9, 2023