Lucien Favre náði mjög góðum árangri með Nice frá 2016 til 2018 og var í kjölfarið ráðinn til Borussia Dortmund.
Favre þjálfaði Dortmund í tvö ár í kjölfarið og sneri svo aftur til Nice í sumar og voru margir spenntir.
Þessi fyrrum landsliðsmaður Sviss hefur nú fengið sparkið eftir að Nice datt úr keppni í franska bikarnum.
Nice tapaði óvænt gegn liði í þriðju deild Frakklands og ákváðu moldríkir eigendur félagsins að láta hann fara.
Nice er aðeins í 11. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og er með 21 stig eftir fyrstu 17 leikina.