fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Edda Falak segir afsökunarbeiðni ÍBV ekki duga til – „Þetta mál snýst ekki um persónur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan og aktívistinn Edda Falak segir að afsökunarbeiðni sem hún hefur nú fengið frá íþróttafélaginu ÍBV sé ekki nóg, en um er að ræða afsökunarbeiðni vegna skessu sem útbúin var fyrir Þrettándagleði félagsins í Vestmannaeyjum en á tröllskessuna hafði nafn Eddu verið ritað, eða reyndar misritað sem Edda Flak.

Stjórn ÍBV baðst í dag afsökunar og sagði að verkferlar verði settir við undirbúning samkomunnar framvegis. Félagið muni læra af mistökunum og vanda betur til verka svo ekki falli skuggi á samkomuna líkt og gerðist í ár. Var tekið fram að reynt hafi verið að ná í Eddu vegna málsins til að biðja hana formlega afsökunar en hún hafi ekki viljað heyra frá félaginu – sem sé skiljanlegt.

Edda hefur nú brugðist við afsökunarbeiðninni en hún skrifar á Instagram að meira þurfi að koma til.

„Þetta snýst ekki um að ÍBV biðji bara mig afsökunar og að ég fyrirgefi ein. Fullt af fólki sem þetta olli vanlíðan hjá, bæði fólk sem er ekki hvítt út af útliti tröllsins og svo fólk sem er í baráttunni og óttast svona árás. 

Þetta mál snýst ekki um persónur. Það snýst um að ÍBV tók þátt í hatursorðræðu og rasisma gagnvart fleira fólk en bara mér.“ 

Það sé lykilatriði að ÍBV biðji alla þá sem það olli vanlíðan afsökunar á málinu. Ekki bara Eddu.

„Það er ákveðið lykilatriði að ÍBV biðji þetta fólk opinberlega afsökunar, að þið sýnið að þið viljið virkilega læra af þessu, sækið fræðslu og miðlið henni til samfélagsins ykkar. Það er fullt af fólki frá Vestmannaeyjum að reyna að verja þennan gjörning og það þarf því að reyna að höfða til þeirra líka. Fordæma þá hegðun að það sé verið að verja þetta, þetta sé óafsakanlegt.“ 

Edda segist sjálf hafa haft samband við framkvæmdastjóra ÍBV, Harald Pálsson í dag.

„Ég vona að ÍBV hafi viljann til þess að gera betur því þessi yfirlýsing er alveg óskaplega væskilsleg. Ég óska einnig eftir afsökunarbeiðni frá þeim sem komu að tröllinu, skrifuðu nafnið mitt á skessuna og uppnefndu mig.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“