fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Fundu óvæntan gest undir pallinum

Pressan
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 17:00

Vinny Dashukewich - Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar pitbull hundurinn Cali byrjaði að urra í átt að pallinum við heimili Vinny Dashukewich og fjölskyldu hans í Connecticut í Bandaríkjunum grunaði þau ekki að þar undir væri að finna svartbjörn. Það var þó raunin því þegar Vinny leit undir pallinn sá hann björninn með sínum eigin augum.

„Stór svartbjörn, feitur og dasaður, búinn að hreiðra um sig undir pallinum í rúmi gerðu úr laufum og plastdúk,“ segir Vinny er hann lýsir birninum í samtali við New York Times. Hann segir björninn ekki hafa kippt sér upp við sig. „Um leið og við sáum hvorn annan þá hreyfði hann sig ekki, hann sýndi engin viðbrögð.“

Ástæðan fyrir því að björninn pældi ekkert í Vinny er sú að hann er í dvala og hegðar sér eftir því. Vinny og fjölskylda hans voru nú í klemmu, þau voru ekki viss hvað þau ættu að gera við þennan óvænta gest. Þau leituðu ráða hjá starfsmanni orku- og umhverfisverndardeildar ríkisins (e. Department of Energy & Environment Protection) sem sagði þau hafa tvo valkosti: Þau gætu reynt að hræða björninn í burtu eða þau gætu leyft honum að vera þarna í nokkra mánuði, þar til veðrið verður hlýrra.

Fjölskyldan var fljót að ákveða sig. „Hann hefur ekkert truflað okkur svo við sjáum enga ástæðu til að færa hann,“ segir Tyler Dashukewich, systir Vinny. Sjálfur tók Vinny í sama streng er hann ræddi við Gray News um málið. „Hann er risastór, já, en hann er sjúklega slakur.“

Björninn var nefndur Marty Bearnard af fjölskyldunni en hann hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli