Rannsókn er hafin á meintu kynferðisbrotamáli knattspyrnumannsins Dani Alves. Á brotið að hafa átt sér stað á næturklúbbi í Barcelona um áramótin.
Þrítug kona sakar Alves, sem er goðsögn hjá Barcelona, um að hafa farið inn á sig á skemmtistaðnum Sutton. Hann er vinsæll á meðal ríka og fræga fólksins í Barcelona.
Alves viðurkennir að hafa verið á staðnum en þvertekur fyrir ásakanirnar.
Fréttir bárust fyrst af meinta brotinu snemma í mánuðinum. Dómstóll í Barcelona sagði svo í tilkynningu nýlega að rannsókn væri hafin á meintu kynferðisbroti á skemmtistað í kjölfar þess að kona lagði inn formlega kvörtun þess efnis.
Þar er Dani Alves ekki nefndur á nafn en Reuters greinir frá því að það sé um bakvörðinn að ræða.
Alves er orðinn 39 ára gamall. Hann hefur stærstan hluta ferils síns verið á mála hjá Barcelona. Í dag er bakvörðurinn hins vegar á mála hjá UNAM Pumas í Mexíkó.
Alves spilar enn með brasilíska landsliðinu. Fyrir áramót varð hann elsti leikmaður í sögu landsliðsins til að spila á heimsmeistaramóti. Það gerði hann í riðlakeppni HM í Katar gegn Kamerún, en leikurinn tapaðist 1-0.