Christophe Galtier, knattspyrnustjórni Paris Saint-Germain, telur Lionel Messi ánægðan hjá félaginu en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.
Samningur þessa 35 ára gamla heimsmeistara við PSG rennur út næsta sumar. Hann kom til félagsins sumarið 2021 eftir að hafa leikið allan sinn meistaraflokksferil með Barcelona.
Börsungar höfðu ekki efni á að framlengja samning Messi á þeim tímapunkti vegna mikilla fjárhagsvandræða.
„Viðræðurnar við hann eru í gangi. Ég veit að stjórnin okkar hefur rætt við Messi um nýjan samning en meira veit ég ekki,“ segir Galtier í samtali við fjölmiðla.
„Ég get séð að Leo er mjög ánægður hér í París. Við sjáum hvar hann stendur gagnvart því verkefni sem félagið er í.“
Messi varð á dögunum heimsmeistari með argentíska landsliðinu. Hann hefur farið á kostum með PSG á þessari leiktíð.