fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Réttað yfir Margréti Friðriks vegna meintrar árásar á Semu Erlu– „I will kill you, you evil fucking bitch“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 14:16

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað á hendur Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, vegna meintrar árásar á Semu Erlu Serdar, baráttukonu og stofnanda hjálparsamtakanna Solaris, á Cafe Benzin við Grensásveg sumarið 2018.

Sjá einnig: Sauð upp úr í héraðsdómi – Dómari hótaði að fjarlægja Margréti úr réttarsalnum

Málið hefur áður verið fellt niður en rannsókn lögreglu var tekin upp að nýju. Ákært er vegna hatursglæps en ekki líkamsárásar.

Í ágúst árið 2020 tjáði Sema Erla sig um málið og gagnrýndi lögreglu fyrir seinagang við rannsókn þess. Hún sagði meðal annars í pistli á Facebook-síðu sinni:

„Um verslunarmannahelgina voru tvö ár síðan ráðist var á mig með líkamlegu ofbeldi og ítrekuðum morðhótunum fyrir utan veitingastað í Reykjavík. Ástæðan fyrir árásinni var ég. Það er að segja hver ég er, hvaðan og hver lífssýn mín er.“

Margrét gekkst við því á sínum tíma að hafa veist að Semu Erlu þetta kvöld en neitaði því að um líkamsárás eða hatursglæp hefði verið að ræða.

Viðurkennir að hafa veist að Semu með ókvæðisorðum

„Þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég hef lent í ofsóknum af hálfu þessarar konu,“ sagði Margrét. Heldur hún því fram að Sema Erla hafi stuðlað að því að henni var vísað frá veitingastaðnum Ölver viku fyrir þetta atvik á þeim forsendum að hún væri „right wing lunatic“.

Margrét lýsir aðdraganda átakanna með þeim hætti að hún hafi verið í góðu yfirlæti á staðnum Benzin Cafe  að spila snóker við kærasta sinn á þeim tíma, Vincent. Segir hún síðan að erlendur starfsmaður á staðnum hafi sagt við sig að hún yrði að fara út vegna þess að Sema Erla væri á leiðinni og hún vildi ekki að hún væri þarna.

Margrét segir að hún hafi haft veður af því að hópur fólks á vegum Semu Erlu væri á leiðinni á staðinn og sagðist hún hafa óttast um öryggi sitt.

Margrét viðurkennir að hún hafi veist að Semu Erlu með ókvæðisorðum þar sem hún reiddist yfir því að Sema Erla, að hennar mati, hafi skipað fyrir að láta reka hana út. Sagðist hún haf látið ókvæðisorð falla í garð Semu Erlu.

Sækjandi spurði Margréti hvort hún hafi sagt við Semu Erlu: „I´m gonna kill you, you fucking bitch“ – Margrét viðurkenndi að hún hefði látið ljót orð falla, það væri langt síðan en hún hefði líklega sagt: „Go kill yourself you evil fucking witch“.

Margrét var spurð hvort hún hafi reynt að ráðast á Semu Erlu og sagði hún: „Nei ég bara ýtti við henni af því hún var komið nálægt mér. Mér finnst það ekki vera ofbeldi. Mér fannst virkilega vera að mér vegið og var komin í varnarstöðu.“

Margrét var spurð í hvernig ástandi hún hefði verið um kvöldið:

„Ég var búin að drekka bjór og ástand mitt var samkvæmt því. Ég hefði kannski brugðist öðruvísi við ef ég hefði ekki verið búin að drekka. Ég bað hana afsökunar daginn eftir og þar með taldi ég að málinu væri lokið.“

Sema Erla segir að Margrét sé hættuleg kona

Sema Erla segir Margréti ljúga því að Sema Erla hefði krafist þess að hún  yrði rekin út af staðnum, hvað þá að hún hefði komið til að láta fleygja henni á dyr. Sagðist hún ekki hafa haft hugmynd um að Margrét væri á staðnum er hún kom. Hún skýrði frá því að hún hefði verið með foreldra sína í mat og síðan ákveðið að fara með kærasta sínum á Benzin Cafe eftir matinn enda væri það staður sem faðir hennar hefði rekið í áratugi.

Sema Erla segist varla hafa verið búin að stíga út úr bílnum þegar Margrét réðst á hana með ókvæðisorðum og mjög ógnandi tilburðum.

Sema Erla segir að Margrét hafi kýlt sig einu sinni í öxlina og hún líklega ýtt henni frá sér við það en það hefði líklega verið eina líkamlega snertingin. Er hún kærði atvikið hafi lögregla sagt henni að hún gæti ekki kært líkamsárás þar sem ekki væru áverkar á henni. Hann kærði Margréti fyrir hatursglæp.

Sema segist hafa haldið ró sinni þó að augljóslega hafi stafað ógn af Margréti. Segir hún að loksins hafi tekist að draga Margréti burtu frá henni og hún hafi gengið niður Grensásveginn, eftir að atlagan hafði staðið yfir í margar mínútur.

Sema segist hafa einbeitt sér að því að lágmarka skaðann að atlögu Margrétar og segist hún hafa gefið vinum sínum bendingu um að aðhafast ekki.

Aðspurð segist Sema ekki hafa séð ástæðu til að draga í efa hótanir Margrétar í sinn garð og að henni hafi staðið ógn af henni. „Mér hefur alltaf staðið ógn af henni og ég geri það ennþá. Hún er mjög hættuleg.“

Sema Erla segir að reiði sé ekki rétta lýsingin á ástandi Margrétar þetta kvöld, hún hafi bókstaflega verið froðufellandi og gífurlega ógnandi.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“