fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Kynning

Orkustöðin í Suðurfelli römpuð upp og er nú fyrsta aðgengilega bensínstöð landsins

Kynningardeild DV
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 12:38

Margrét Lilja og Þuríður Harpa að fylla á tankinn sjálfar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í samstarfi við  Römpum upp Ísland og Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur Orkustöðin í Suðurfelli verið römpuð upp. Orkustöðin í Suðurfelli er fyrsta aðgengilega bensínstöð landsins og voru ramparnir formlega teknir í notkun í gær þegar Þuríður Harpa, formaður Öryrkjabandalagsins, og Margrét Lilja, formaður Sjálfsbjargar, mættu og fylltu á tankinn. Með því að hækka stéttina í kringum þrjár bensíndælur og færa greiðsluvélarnar neðar hafa Römpum upp Ísland bætt aðgengi fyrir hreyfihamlaða á Orkustöðinni. Bílastæðin hafa einnig verið breikkuð og allt aðgengi að og inn í verslunum verið rampað upp. Auk orkugjafa þá eru Lyfjaval og Sbarro með verslun og þjónustu í Suðurfelli Breiðholti og settir hafa verið sjálfvirkir hurðaopnar, aðgengilegt salerni og borð í réttri hæð.

„Við erum gríðarlega stolt af þessu samstarfi með Römpum upp og Sjálfsbjörg. Þessi vegferð mun einfalda líf hreyfihamlaðra og það er einstaklega jákvætt að taka þátt í henni og geta stutt við vegferðina með þessum hætti. Með þessari breytingu sem við erum að hefja  viljum við tryggja fullt aðgengi viðskiptavina okkar þar sem að auki verður fullt aðgengi fyrir alla innandyra. Vinir okkar í Suðurfelli sem eru Lyfjaval og Sbarro bjóða alla velkomna.  Þarna er stórt þjónustusvæði og okkar markmið er að einfalda líf viðskiptavina“ segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar.

„Það gleður okkur mjög að sjá að vitundarvakninginn um aðgengi hreyfihamlaðra er farin að teygja sig til annarra þátta samfélagsins. Þegar við hleyptum verkefninu af stað einbeittum við okkur að verslunar og veitingarýmum en þökk sé þrautsegju og frumkvæði annarra erum við farin að sjá rampa á öðruvísi stöðum, eins og til dæmis á þessari bensínstöð“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Römpum upp Ísland.

„Það er svo frábært að hafa fyrirtæki eins og Orkuna sem tekur virkan þátt í að gera heiminn betri fyrir okkur öll. Það er magnað að fá að taka þátt í svona flottu verkefni. Við viljum öll geta verið virkir þátttakendur í daglegu lífi þar á meðal að geta sinnt venjulegum hlutum eins og að fylla á tankinn. Þessi stöð er mikilvægur þáttur í að veita hreyfihömluðum einstaklingum sama rétt til sjálfstæðs lífs og öðrum og ég hlakka til dagsins þegar allar bensínstöðvar landsins verða aðgengilegar öllum.“ segir Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.

Til stendur að halda samstarfinu áfram og hefur Orkan áhuga á að verslanir við Orkustöðvar á Bústaðavegi, Reykjavíkurvegi, Miklabraut, Hraunbæ og Suðurströnd verði einnig rampaðar upp. Þess má einnig geta að verslanir við Orkuna Stokkseyri og Kleppsvegi hafa nú þegar verið rampaðar upp.

Á hópmynd eru forsvarsaðilar frá Orkunni, Römpum upp Ísland, Sjálfsbjörg, Öryrkjabandalaginu, Hverfisstjórn Breiðholts, Innviðaráðuneytinu og menta og barnamálaráðuneytinu.

Frá vinstri til hægri, röð fyrir aftan

Hringur Hilmarsson – Römpum upp Ísland

Gunnar Þór Gunnarsson – Verkefnastjóri Orkuvaktinni

Brynja Guðjónsdóttir – markaðsstjóri Orkunnar

Ósk Sigurðardóttir – framkvæmdastjóri Sjálfsbjörg

Auður Daníelsdóttir – forstjóri Orkunnar

Jóhannes Guðlaugsson – forsvarsmaður fyrir hverfisstjóra Breiðholts.

Vífill Ingimarsson – framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar

Arnar Þór Sævarsson – Mennta og barnamála ráðuneytið

Margrét Rut Eddudóttir – baráttukonu fyrir bættu aðgengi hreyfihamlaðra

Vilmundur Gíslason – framkvæmdastjóri SLF

Þorleifur Gunnlaugsson – framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Römpum upp Ísland

Tayo Örn Norðfjörð – Römpum upp Ísland

Ásmundur Einar Daðason – mennta og barnamálaráðherra í forsvari fyrir Sigurð Inga Innviðaráðherra.

Guðbjörg Runólfsdóttir – verkefnastjóri markaðsmála og viðburða hjá Sjálfsbjörg

Aðalsteinn Þorsteinsson – innviðaráðuneytið

Guðni Geir Einarsson – innviðaráðuneytið

Ragnar Róbertsson – Jöfnunarsjóður

Þór Sigurþórsson  – Römpum upp Ísland

Röð fyrir framan

Þuríður Harpa Sigurðardóttir – formaður Öryrkjabandalagsins

Haraldur Þorleifsson og sonur þeirra Margrétar– maður árins og baráttumaður fyrir bættu aðgengi hreyfihamlaðra

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir – stjórnarformaður Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“