fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Allt varð vitlaust þegar Kim fékk yfir sig hveiti – Fyrrverandi almannatengill hennar afhjúpar sannleikann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 13:30

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars 2012 var hveiti kastað yfir raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian á rauða dreglinum í útgáfuteiti ilmvatns hennar, True Reflection, í Hollywood. Það vakti mikla athygli á sínum tíma en nú hefur fyrrverandi almannatengill stjörnunnar, Sheeraz Hasan, svipt hulunni af atvikinu og segir að Kim hafi verið á bak við þetta allt saman.

Raunveruleikastjarnan var að stilla sér upp fyrir ljósmyndara á rauða dreglinum þegar kona kom upp að henni og kastaði hveiti yfir hana.

Kim Kardashian á viðburðinum. Mynd/Getty

TMZ greindi frá því á sínum tíma að Kim og móður hennar, Kris Jenner, hafi samstundis verið vísað inn í einkaherbergi eftir meinta árás og þar hafi hún dustað af sér hveitið áður en hún sneri aftur á viðburðinn.

Kim tók atvikinu ekki alvarlega og sagði við E! News í kjölfarið: „Þetta er örugglega það furðulegasta og klikkaðasta sem hefur einhvern tíma gerst fyrir mig. Ég meina, ég sagði við förðunarfræðinginn minn að ég vildi meira púður en þetta var aðeins of mikið!“

Eftir hveitisprengjuna. Mynd/Getty

Systur Kim, Kourtney og Khloé Kardashian, tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum.

„Mjög smekklegt að kasta hveitisprengju yfir systur mína á góðgerðaviðburði hennar til að hjálpa konum. Ég velti fyrir mér hvort þeir hefðu þorað að kasta hveitinu yfir óléttu mig!“ sagði Kourtney.

Khloé hrósaði Kim fyrir viðbrögð hennar.

Mynd/Getty

Sú sem kastaði hveitinu reyndi að flýja vettvang en einhver úr teymi stjörnunnar náði henni og hélt henni þar til lögreglan mætti á svæðið. Hún var handtekin en Kim ákvað að kæra ekki og var konan látin laus úr haldi stuttu seinna.

Á þessum tíma voru miklar vangaveltur um ástæðu árásarinnar og hvort hún tengdist dýraverndunarsamtökum þar sem hún var sögð hafa öskrað „loðsvín“ þegar hún kastaði hveitinu yfir Kim. Dýraverndunarsamtökin PETA neituðu að hafa átt þátt í atvikinu.

Umrædda ilmvatnið.

Nýjar vendingar

Nú eru komnar fram nýjar vendingar í málinu en fyrrverandi almannatengill Kim, Sheeraz Hasan, heldur því fram að þetta hafi allt verið skipulagt af raunveruleikastjörnunni og teyminu hennar.

Í heimildarmyndinni The Kardashians: Billion Dollar Dynasty sem var sýnd á dögunum á Channel 4 segir Sheeraz að þetta hafi verið skipulagt til að tryggja fjölmiðlaumfjöllun um Kim og nýja ilmvatnið.

Hann rifjar upp þegar hann spurði Kim hvort hún væri opin fyrir því að fá hveiti yfir sig fyrir viðburðinn og hvernig þau ræddu málið í þaula.

Sheeraz segist hafa sagt við hana: „Ókei, þetta er það sem er að fara að gerast. Þú verður í góðu lagi, þú verður örugg […] Það sem mun gerast er að allir eiga eftir að tala um ilmvatnið þitt, allir eiga eftir að kaupa það.“

Kim og Sheeraz. Mynd/Getty

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sheeraz sviptir hulunni af störfum sínum fyrir Kim. Árið 2020 rifjaði hann upp augnablikið þegar Kim bað hann um að gera sig fræga.

„Eitt af því fyrsta sem hún sagði við mig þegar við hittumst var: „Ég vil vera ein frægasta manneskja í heimi.“ Ef þú ert í þessum bransa þarftu að vera narsissisti. Þú þarft að hafa óbilandi trú á sjálfum þér og það er einmitt það sem hún hafði,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram