Það virðist æ líklegra að hollenski framherjinn Wout Weghorst gangi í raðir Manchester United á láni.
Orðrómar um hugsanleg skipti Weghorst til United spruttu upp um helgina og það virðist sem svo að eitthvað sé til í þeim.
Weghorst er á mála hjá Burnley en er á láni hjá Besiktas í Tyrklandi sem stendur.
Félagaskiptin eru því fremur flókin. Það þarf að semja við Besiktas um að rifta samningi Weghorst, sem og Burnley.
Sjálfur vill Weghorst ólmur ganga í raðir United.
Besiktas vill þó semja við Rauðu djöflana um bætur vegna leikmannsins. Tyrkirnir bjuggust við því að hafa hann út leiktíðina en nú þurfa þeir að leita að öðrum framherja.
Þó er bjartsýni hjá öllum aðilum að samningar náist.
Manchester United have scheduled a new round of talks for Wout Weghorst deal. Besiktas insist they have to agree on compensation as they’re looking for replacement. 🔴🇳🇱 #MUFC
All parties confident as clubs positions are closer — but still waiting to get it done. pic.twitter.com/PDAGjzcqtb
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 10, 2023