fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Arnar Þór í beinni frá Portúgal: „Vorum virki­lega á­nægðir með fyrsta leik Nökkva“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands sat fyrir svörum í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í gærkvöldi. Ís­lenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu er nú statt í Portúgal þar sem liðið leikur tvo æfinga­leiki. Fyrri leikurinn fór fram á sunnu­dag er liðið gerði 1-1 jafn­tefli við Eist­land. Andri Lucas Guð­john­sen skoraði mark Ís­lands af víta­punktinum í síðari hálf­leik en skömmu áður hafði hann klikkað á víta­spyrnu.

„Það sýnir úr hverju Andri Lucas er gerður. Hann er mikill marka­skorari,“ segir Arnar Þór Viðars­son, þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins.

„Það tók okkur 15-20 mínútur að ná áttum. Við vorum ó­á­nægðir með hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum ekki alveg að finna þau svæði sóknar­lega sem við vildum finna. Völlurinn var erfiður upp á að spila hratt. Við vildum komast inn fyrir þá en náðum því ekki. Það var sama með varnar­leikinn, hann var ekki nógu góður fyrsta korterið. En eftir það var ég á­nægður með hvernig við spiluðum þetta. Það var margt já­kvætt í þessu en fullt af hlutum sem við getum bætt.“
Arnar Þór var að prófa nýtt leik­kerfi í leiknum við Eista og er það gert til þess að ekki sé of auð­velt að ráða í leik ís­lenska lands­liðsins.

„Hug­myndin í gær var að vera í 4-4-2 með tígul á miðjunni. Við höfum verið að vinna í tvö ár í 4-3-3 og erum að fara í mikil­vægt ár. Við viljum ekki vera of fyrir­sjáan­legir og gera aðra hluti. Þegar styrk­leikar okkar eru skoðaðir held ég að þetta gæti hentað okkur vel í á­kveðnum leikjum.“

Nökkvi Þeyr Þóris­son þreytti frum­raun sína í leiknum á sunnu­dag og átti fína spretti. Þessi stóri og stæði­legi sóknar­maður átti frá­bært sumar með KA í Bestu deildinni á síðasta ári en steig síðan skrefið til Belgíu þar sem hann hefur spilað í næst­efstu deild og hefur frammi­staða hans þar vakið at­hygli.

„Nökkvi stóð sig frá­bær­lega á Ís­landi síðasta sumar og hefur verið að spila vel með Beerschot í Belgíu. Hann hefur gífur­legan hraða og það er mikil dýpt í hans leik. Við nýttum ekki styrk­leika hans fyrsta korterið í gær en svo kom það. Við vorum virki­lega á­nægðir með hans leik. Þetta var hans fyrsti leikur og það er mjög mikil­vægt fyrir alla þessa stráka að kynnast um­hverfinu.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Réttarhöldum yfir City formlega lokið – Nú er beðið eftir niðurstöðu

Réttarhöldum yfir City formlega lokið – Nú er beðið eftir niðurstöðu
433Sport
Í gær

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar
433Sport
Í gær

Lið ársins í fótboltanum árið 2024 opinberað – Margt áhugavert

Lið ársins í fótboltanum árið 2024 opinberað – Margt áhugavert
Hide picture