fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Villibráð toppaði Avatar um helgina

Fókus
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villibráð er tekjuhæsta kvikmynd helgarinnar sem er magnaður árangur þar sem vinsælasta mynd heims Avatar: Way of Water er nýbyrjuð í sýningum.

5606 gestir sáu Villibráð og með hátíðarforsýningunni eru 6355 búnir að upplifa þessa æðislega kolsvörtu gamanmynd sem hefur slegið í gegn hjá kvikmyndahúsagestum og gagnrýnendum – en gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf henni fjórar stjörnur og sagði; „…Villibráð er ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér landi í mörg ár.“

Handritið skrifaði leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson, ásamt Elsu Maríu Jakobsdóttur leikstjóra. Með stærstu hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Myndin var framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Ragnheiði Erlingsdóttur og Arnari Benjamín Kristjánssyni fyrir Zik Zak kvikmyndir í samstarfi við Scanbox Entertainment.

Villibráð er endurgerð af ítölsku verðlaunakvikmyndinni Perfetti Sconoscuti eða Perfect Strangers, sem kom út árið 2016. Myndin hefur verið endurgerð átján sinnum og komst hún því í Heimsmetabók Guinness.

Sjá einnig: Af hverju hefur „Villibráð“ verið endurgerð tuttugu sinnum síðan 2016?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn