fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Þetta þéna Íslendingarnir: Alfreð sagður hafa lækkað verulega – Guðjohnsen bræður þéna það sama

433
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptablaðið birti um áramótin laun íslenskra atvinnumanna í íþróttum en af 43 launahæstu íþróttamönnunum koma 41 úr heimi fótboltans.

Á toppnum samkvæmt Viðskiptablaðinu er Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley sem ku hafa þénað 500 milljónir króna á síðasta ári.

Meira:
Þetta þéna launahæstu íslensku atvinnumennirnir – Sjáðu listann yfir þá best launuðu

Fleira áhugavert kemur fram á listanum en Alfreð Finnbogason sem samdi við Lyngby í haust er sagður þéna 55 milljónir króna á ári.

Laun Alfreðs hafa lækkað talsvert en árið 2020 sagði Viðskiptablaðið að Alfreð hefði þénað 220 milljónir króna hjá Augsburg í Þýskalandi.

Bikir Bjarnason leikmaður Adana Demirsport í Tyrklandi er sagður þéna ögn meira eða 65 milljónir króna á ári samkvæmt Viðskiptablaðinu.

Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen hjá Norköpping og Sveinn Aron Guðjohnsen hjá Elfsborg eru sagðir þéna það sama eða 40 milljónir króna á ári.

Nýjustu atvinnumenn Íslands, Ísak Snær Þorvaldason og Kristall Máni Ingason gengu í raðir Rosenborg í Noregi í haust. Kristall þénar 40 milljónir króna á ári samkvæmt Viðskiptablaðinu en Ísak Snær fimm milljónum minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Ekki rétt að Liverpool hafi verið í sambandi við AC Milan

Ekki rétt að Liverpool hafi verið í sambandi við AC Milan