Joao Felix sóknarmaður Atletico Madrid er að ganga í raðir Chelsea á láni, hann vildi ólmur ganga í raðir spænska félagsins.
Felix hafði verið orðaður við Manchester United en félagið vildi ekki borga það verð sem Atletico setti upp.
Chelsea mun greiða meira en 10 milljónir evra fyrir lánið sem gildir fram í maí, auk þess að borga öll hans laun.
Líklegt er talið að Felix fari strax í fremstu víglínu Graham Potter sem verið hefur bitlaus. Líklegt byrjunarlið Chelsea með Felix er hér að neðan.