Þetta eru þýskir skriðdrekar en Pólverjar eiga nokkra slíka. Sky News skýrir frá þessu.
Úkraínumenn hafa hvatt Vesturlönd til að senda þunga skriðdreka til landsins en þau hafa ekki enn orðið við því. Hins vegar varð ákveðinn viðsnúningur í síðustu viku þegar Frakkar tilkynntu að þeir muni senda Úkraínumönnum tíu „létta skriðdreka“. Þetta eru ökutæki á dekkjum, ekki beltum, með fallbyssu og geta þau borið nokkra hermenn. Þau eru hraðskreið, brynvarin og geta grandað skriðdrekum.
Í kjölfarið tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir muni senda Úkraínumönnum 50 ökutæki af þessu tagi og Þjóðverjar tilkynntu að þeir muni senda 40 slík ökutæki.
Pawel Szrot, aðstoðarmaður Duda sagði í gær að Úkraínumenn fái aðeins þunga skriðdreka frá Pólverjum „innan ramma víðtæks samkomulags við önnur ríki sem eigi slíka skriðdreka“. Hann sagði einnig að taka þurfi pólsk öryggismál með i reikninginn.