Dagens Næringsliv skýrir frá þessu. Þetta þýðir að 11.000 konur eiga að taka sæti jafn margra karla í stjórnum fyrirtækja.
Ekki liggur fyrir hvernig þessu verður háttað í raun en reiknað er með að í fyrstu eigi stærstu fyrirtæki landsins að fylgja lögunum, það er að segja ef þau verða samþykkt.
Dagens Næringsliv spurði greiningarfyrirtækið Oslo Economics um hvernig það muni ganga að fá konur til að taka sæti í stjórnum fyrirtækja. Svarið var að það „verði ekki neitt vandamál“.