fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Kaja fann þrjá smokka í djúsfernunni sem hún var að drekka úr

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 07:02

Þrír smokkar voru í fernunni. Mynd:Kaja Kruszkowska/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að systkinin Kaja Kruszkowska, 21 árs, og 14 ára bróðir hennar, Milosz, hafi lent í hræðilegri lífsreynslu í gær. Þau sátu og voru að borða hádegismat og drukku safa úr fernu með. Þegar þau ætluðu að hella síðustu dreggjunum úr fernunni fundu þau þrjá smokka sem höfðu setið fastir á botni fernunnar.

Kaja skýrði frá þessu á Facebook og í framhaldinu fjallaði JydskeVestkysten um málið. Systkinin búa nærri Ribe á Jótlandi í Danmörku.

Í umfjöllun JydskeVestkysten um málið kemur fram að Kaja hafi hjálpað bróður sínum að hrista síðustu dropana úr fernunni. Þau urðu ekki lítið hissa þegar smokkur kom skyndilega út úr henni. Hún heyrði að smokkurinn, sem var að koma út úr fernunni, var ekki sá eini í henni. Tveir til viðbótar skiluðu sér út.

Þrír smokkar voru í fernunni. Mynd:Kaja Kruszkowska/Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

 

„Oj, hvað þetta er ógeðslegt. Þetta er svo ógeðslegt,“ hugsaði ég samstundis sagði hún og bætti við: „Ég var ansi reið. Hvar höfðu þessi smokkar verið og voru þeir notaðir? Milosz og ég höfðum drukkið allan safann úr fernunni. Okkur var mjög brugðið.“

Engin furða að þeim hafi brugðið illa. Mynd:Kaja Kruszkowska/Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún fór með fernuna í verslun Dagli‘Brugsen og ræddi við verslunarstjórann sem tók vel á móti henni og baðst afsökunar. Málið er nú til rannsóknar hjá Coop, sem rekur verslunina, en safinn er þeirra eigið vörumerki, framleitt af fyrirtæki í Hamborg í Þýskalandi.

Smokkar sem komu út úr fernunni. Mynd:Kaja Kruszkowska/Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um