Meðal þessara mála var að tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi, grunaðir um að vera ófærir um að stjórna ökutæki vegna neyslu fíkniefna.
Héraðslæknir var fenginn til að meta ástand eins ökumanns sem lögreglumenn töldu óhæfan til að stjórna ökutæki. Héraðslæknir komst að sömu niðurstöðu og voru ökuréttindi viðkomandi því afturkölluð.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án tilskilinna ökuréttinda.
Einn var handtekinn, grunaður um fíkniefnamisferli. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.