Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur tjáð sig um framtíð miðjumannsins Sergio Busquets sem hefur allan sinn feril leikið með félaginu.
Busquets hefur lengi verið einn allra mikilvægasti leikmaður Börsunga en er kominn á aldur og er mögulega á förum í sumar.
Ruben Neves er einn af þeim sem eru orðaðir við Barcelona sem arftaki Busquets en hann leikur með Wolves á Englandi.
Laporta viðurkennir að Barcelona sé að leita að eftirmanni Busquets en samningur hans rennur út í sumar.
,,Neves er frábær leikmaður en þetta er eitthvað sem við ræðum í einrúmi,“ sagði Laporta.
,,Busquets mun ekki endast að eilífu og það eru samræður í gangi um hans eftirmann. Frenkie de Jong getur spilað hans stöðu en það er Xavi sem ræður þessu að lokum.“