fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Hefur í fyrsta sinn ekki heyrt í eiganda félagsins í langan tíma – ,,Þú veist ekki hvað er í gangi þarna“

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Wright, goðsögn Arsenal, hefur ekkert heyrt í góðvini sínum Farhad Moshiri sem er eigandi Everton.

Wright og Moshiri voru í reglulegu sambandi um tíma en sá fyrrnefndi hefur ekkert heyrt í vini sínum undanfarið.

Gengi Everton hefur verið í raun ömurlegt á þessu tímabili og er góður möguleiki á að liðið sé á leið niður með sama áframhaldi.

Frank Lampard er stjóri Everton í dag en hann er að vinna með líklega versta hóp Everton til margra ára.

,,Þetta er eins og lið sem er ekkert að hlusta á það sem stjórinn segir þeim að gera. Þeir eru ekki nálægt því að vera á réttum stað,“ sagði Wright.

,,Ég hef ekki heyrt frá Moshiri í langan tíma. Þú veist ekki hvað er í gangi þarna. Allt virðist vera að springa og svo er Frank að reyna að fá liðið til að standa saman.“

,,Sjálfstraustið er lágt og það er útlit fyrir að liðið ætli að hrapa og það mjög fljótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“