Hugo Lloris er hættur að spila með franska landsliðinu. Þetta varð ljóst í dag.
Hinn 36 ára gamli Lloris hefur leikið með franska landsliðinu síðan 2008. Hann endaði ferilinn með landsliðinu með því að eiga frábært Heimsmeistaramót í Katar, þar sem Frakkar fóru alla leið í úrslitaleikinn en töpuðu þar gegn Argentínu í æsispennandi rimmu. Fór hún alla leið í vítaspyrnukeppni.
Lloris lék alls 145 A-landsleiki fyrir Frakklands hönd.
Lloris er markvörður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og er fyrirliði þar. Það fer því full einbeiting á Lundúnaliðið núna.
Samningur kappans við Tottenham rennur út eftir næstu leiktíð. Hann er kominn á efri árin í boltanum og óvíst hvaða skref hann tekur á næstu árum.