Kjartan Henry Finnbogason er að ganga í raðir FH ef marka má heimildir Dr. Football.
Hinn 36 ára gamli Kjartan yfirgaf KR eftir síðasta tímabil. Ósætti hans við félagið í sumar vakti mikla athygli.
Nú er útlit fyrir að framherjinn sé á leið í FH. Sagt er að hann skrifi undir á morgun.
FH þarf að styrkja lið sitt eftir að hafa óvænt verið í fallbaráttu nær allt síðasta tímabil í Bestu deild karla.
Kjartan hefur skorað 49 mörk í 133 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur aldrei leikið fyrir annað lið á Íslandi en KR og félagaskiptin ættu því að verða áhugaverð.
Kjartan Henry verður leikmaður FH á morgun segja Gurrí og hennar vinkonur á Lemon í Hafnarfirði
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) January 9, 2023