fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

„Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg“

Eyjan
Mánudaginn 9. janúar 2023 17:00

Til vinstri: Guðbjörg Pálsdóttir - Til hægri: Svanhildur Hólm Valsdóttir - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli sem Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, lét falla í Silfrinu um helgina hafa vakið mikla athygli. Svanhildur hneykslaði marga þegar hún spurði hvenær laun væru nóg há fyrir fólk sem vinnur í heilbrigðiskerfinu.

„Svo þegar er verið að tala um kjör stéttanna þá velti ég því fyrir mér hvað er nóg? Hvar er verðmiðinn á þessu? Vegna þess ég ákvað að kíkja á upplýsingar sem allir geta skoðað hjá fjármálaráðuneytinu í gær um laun viðsemjenda ríkisins í allskonar stéttarfélögum og ef maður horfir til dæmis á þessar heilbrigðisstéttir þá sé ég að meðalheildarlaun í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga frá janúar og september síðasta ári var rúmlega milljón, 1.065.000.. Í Læknafélagi Íslands, 1815 þúsund. Ljósmæður með 1115 þúsund og sjúkraliðar, sem eru nú lang neðstir, þá er þetta 788 þúsund. Þá velti ég því aðeins fyrir mér hvar er punkturinn? Hvar er punkturinn þar sem kjör þessara stétta eru orðin nógu góð?“

„Þetta er ekki nóg“

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, svarar Svanhildi í pistli sem birtur var á Vísi í dag undir yfirskriftinni: „Þetta er ekki nóg“

Í pistlinum segir Guðbjörg að heildarlaunin sem Svanhildur talar um séu byggð á upplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins frá janúar til september 2022. Hún segir að í þeim gögnum sé máluð mjög skökk mynd af þeim launakjörum sem þessar stéttir búa við.

„Mér finnst miklu máli skipta að þegar fólk tjáir sig um þessi mál, þá viti það hvað það er að segja og hvað liggur að baki slíkum tölum eins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, gerði svo vel á í sama þætti,“ segir Guðbjörg í pistlinum en nánar er fjallað um svar Sonju í frétt DV um málið frá því í gær.

Guðbjörg segir að á bakvið heildarlaun hjúkrunarfræðinga séu til dæmis greiðslur fyrir vaktaálag, það sé greitt fyrir þann tíma sem unninn er utan hefðbundins dagvinnutíma. „Þetta á við um vinnu á kvöldin, nóttunni, um helgar og á lögbundnum frídögum eins og til dæmis um páska eða þegar aðrir eru í fríi,“ segir hún.

„Jafnframt vantar hjúkrunarfræðinga til starfa og er því viðvarandi krafa um yfirvinnu á hjúkrunarfræðinga og margar aðrar heilbrigðisstéttir, svo hægt sé að veita þá grunnheilbrigðisþjónustu sem við stærum okkur af að sé svo góð og landsmenn gera kröfu um.“

Segir að yfirvöld þurfi að sýna kjark

Guðbjörg vekur athygli á því í pistlinum að yfirvinnan sé ekki bara vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki heldur einnig vegna afleiðinga heimsfaraldursins. „Á sama tíma hafa veikindi og þar með talið langvarandi veikindi aukist og allt eykur þetta á kröfu um frekari óumbeðna yfirvinnu svo hægt sé að halda heilbrigðiskerfinu gangandi,“ segir hún.

„Allt endurspeglar þetta mikla yfirvinnu og aukið vinnuálag sem er ekki til að laða fólk til starfa eða halda því í starfi, eins og við sjáum raungerast þessa mánuðina í flótta úr þessum störfum. Samkvæmt könnun sem við gerðum meðal hjúkrunarfræðinga síðasta haust kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hafa alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að hjúkrunarfræðingar haldi áfram að vinna þessa gífurlegu yfirvinnu að öllu óbreyttu.“

Þá segir Guðbjörg að dagvinnulaun séu aðeins 65% hlutfall heildarlaunanna sem koma fram í launaupplýsingunum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. „Restin af laununum eru til dæmis vaktaálagið og yfirvinnan,“ segir hún.

„Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er í dagvinnu. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Launin eru því í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu og starfstengt álag. Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg. Það eru ekki allir sem hafa tækifæri til eða vilja vinna yfirvinnu og því eru þetta tölurnar sem þarf að ræða.“

Að lokum bendir Guðbjörg á að hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör í rúman áratug og að þeir séu með tvo gerðardóma í farteskinu.

„Sá seinni rennur út 31. mars. Nú þurfa yfirvöld að sína kjark og fara í stóra verkefnið sem er að tryggja launajafnrétti milli kynja. Þetta er tíminn til að leiðrétta það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“