Alex Moreno er á leið frá Real Betis til Aston Villa.
Moreno er 29 ára gamall fjölhæfur leikmaður. Spánverjinn er að upplagi vinstri bakvörður en getur einnig spilað á kantinum og miðjunni.
Hann hefur átt gott tímabil með Betis það sem af er og er nú á leið í ensku úrvalsdeildinni.
Moreno hefur þegar samið við Villa um sín kjör.
Þá er talið stutt í að félögin nái saman um kaupverð, en Moreno er metinn á 20 milljónir evra.
Alex Moreno, not called up with Real Betis squad as negotiations are now at final stages with Aston Villa. 🚨🟣🔵 #AVFC
Personal terms agreed, clubs close to full agreement on fee in order to get it signed very soon. pic.twitter.com/6VM7jhsDDJ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 9, 2023