fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Eigendur PSG horfa til Englands – Manchester United og Liverpool á lausu

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 15:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katarskir eigendur Paris Saint-Germain, Qatar Sports Investment (QSI), hafa áhuga á að fjárfesta í knattspyrnufélagi í ensku úrvalsdeildinni.

Þegar á QSI stórlið PSG, sem og lítinn hlut í portúgalska félaginu Braga, en vilja eigendurnir eignast fleiri félög.

Í síðustu viku hitti forseti PSG og stjórnarformaður QSI, Nasser Al-Khelaifi, Daniel Levy, sem er framkvæmdastjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Í kjölfarið komu upp orðrómar um að QSI hefði áhuga á að kaupa Tottenham en svo er ekki. Þetta staðfesti fulltrúi enska félagsins í samtali við Sky Sports.

Ástæða þess að Al-Khelaifi og Levy funduðu var sú að sá fyrrnefndi er forseti samtaka evrópskra félagsliða og Levy situr í stjórn þeirra.

Það verður áhugavert að sjá hvaða félög QSI mun reyna við að fjárfesta í.

Ensku stórveldin Manchester United og Liverpool leita bæði að nýjum eigendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu