Katarskir eigendur Paris Saint-Germain, Qatar Sports Investment (QSI), hafa áhuga á að fjárfesta í knattspyrnufélagi í ensku úrvalsdeildinni.
Þegar á QSI stórlið PSG, sem og lítinn hlut í portúgalska félaginu Braga, en vilja eigendurnir eignast fleiri félög.
Í síðustu viku hitti forseti PSG og stjórnarformaður QSI, Nasser Al-Khelaifi, Daniel Levy, sem er framkvæmdastjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Í kjölfarið komu upp orðrómar um að QSI hefði áhuga á að kaupa Tottenham en svo er ekki. Þetta staðfesti fulltrúi enska félagsins í samtali við Sky Sports.
Ástæða þess að Al-Khelaifi og Levy funduðu var sú að sá fyrrnefndi er forseti samtaka evrópskra félagsliða og Levy situr í stjórn þeirra.
Það verður áhugavert að sjá hvaða félög QSI mun reyna við að fjárfesta í.
Ensku stórveldin Manchester United og Liverpool leita bæði að nýjum eigendum.