fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ævar bregst við gagnrýni á vinnubrögð kynferðisbrotadeildar – „Lögreglan harmar mjög þessi alvarlegu mistök“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. janúar 2023 15:45

Ævar Pálmi Pálmason. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lögreglan harmar mjög þessi alvarlegu mistök og hefur beðið hlutaðeigendur innilegrar afsökunar,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í svari við fyrirspurn DV, um mistök lögreglu við rannsókn gífurlega alvarlegs kynferðisbrotamáls sem hefur verið í fréttum undanfarið. DV fjallaði um málið í síðustu viku og RÚV tók það fyrir í aðalfréttatíma sínum á sunnudagskvöld.

Faðir brotaþolans steig fram í viðtali við DV í síðustu viku:

Sjá einnig: Faðir stígur fram – Sætir nálgunarbanni gegn meintum geranda dóttur sinnar – „Hann braut mörg hundruð sinnum gegn henni“

Réttargæslukona þrotaþolans, Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, segir í viðtali við DV á laugardag: „Það að lögreglan hafi óvart afhent meintum geranda síma brotaþola hefur valdið ómældu tjóni. Lögreglan bætti vissulega hið fjárhagslega tjón og endurgreiddi símann en miskinn er enn óbættur. Með þessari alvarlegu yfirsjón missir brotaþoli ekki bara umráð yfir myndunum sínum og einkaskilaboðum í hendurnar á manni sem barnið hefur lýst að hafi brotið kynferðislega gegn sér í nokkur hundruð skipti yfir margra ára tímabil. Brotaþoli þarf að búa við þann ótta að maðurinn sem hún segir hafa misnotað sig kynferðislega geti svalað fýsnum sínum yfir myndum af henni sem hann átti aldrei að komast yfir. Við þetta missir brotaþoli jafnframt algjörlega traust sitt á réttarkerfinu og því að lögreglan sé að vinna fyrir hana og eigi að tryggja hennar öryggi.“

Sjá einnig: Helga lýsir miklum mistökum lögreglu – Afhentu meintum níðingi síma stúlkunnar

Málið afhjúpaðist í DV í kjölfar frétta af nálgunarbannsúrskurðum á hendur feðgum, föður brotaþola og eldri bróður þolandans, vegna árásar bróðurins á fyrrverandi stjúpföður sinn. Skýrsla frá Barnahúsi greinir frá því að þrotaþolinn, stúlka sem nú er 15 ára, hafi með trúverðugum hætti lýst kerfisbundinni og margítrekaðri, svo nemur hundruðum skipta, kynferðislegri misnotkun fyrrverandi stjúpföður síns.

Málið liggur nú hjá héraðssaksóknara, tveimur árum eftir að hið meinta ofbeldi var kært. Faðir stúlkunnar og Helga, réttargæslukona hennar, saka kynferðisbrotadeild lögreglunnar um hörmuleg vinnubrögð í málinu, aðgerðaskort og tafir, sem leitt geti til þess að hinn meinti gerandi verði ekki ákærður eða fái vægari dóm en ella verði hann ákærður og sakfelldur.

DV bar þessa gagnrýni undir Ævar Pál í skriflegri fyrirspurn en hann var einungis tilbúinn að tjá sig um þann þátt sem lýtur að afhendingu símans. Svar hans er eftirfarandi í heild:

„Eins og fram kom í frétt DV og RÚV í gærkvöld, um rannsókn lögreglu á kynferðisbroti, var sími brotaþola í málinu afhentur sakborningi fyrir mistök. Lögreglan harmar mjög þessu alvarlegu mistök og hefur beðið hlutaðeigendur innilegrar afsökunar. Rannsókn málsins er lokið hjá embættinu og var það sent embætti héraðssaksóknara til frekari meðferðar í síðasta mánuði.

Ég get ekki veitt frekari upplýsingar.“

 

Ath. Fjallað verður um málið í Fréttavaktinni á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld kl. 18:30. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks