Roberto Martinez hefur verið ráðinn þjálfari portúgalska karlalandsliðsins.
Martinez hætti sem landsliðsþjálfari Belgíu á dögunum. Liðið hafði valdið vonbrigðum á HM í Katar, en þar komst það ekki upp úr riðlinum.
Martinez hafði þjálfað Belga síðan 2016.
Hann skrifar undir hjá portúgalska knattspyrnusambandinu til 2026. Hann tekur við starfinu af Fernando Santos sem var látinn fara eftir HM í Katar.
Um novo 𝗟𝗶́𝗱𝗲𝗿 ao serviço de Portugal 🇵🇹: bem-vindo, Mister Roberto Martínez! 🤝 #VesteABandeira
A new 𝗟𝗲𝗮𝗱𝗲𝗿 at 🇵🇹 service: welcome, Coach Roberto Martínez! 🤝 #WearTheFlag pic.twitter.com/TCDe3yzJr9
— Portugal (@selecaoportugal) January 9, 2023