fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Móðirin sakfelld en 16 ára sonur sýknaður – Sagðist hafa haldið að hún væri að flytja peninga en ekki fíkniefni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. janúar 2023 13:00

Seyðisfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. september síðastliðinn fundust með rúmlega 2,1 kg af kókaíni og tæplega 70 g af metamfetamíni falin í ferðastökum mæðgina sem komu til Seyðisfjarðar með Norrænu. Konan er á fertugsaldri en sonur hennar aðeins 16 ára.

Þann 5. janúar síðastliðinn var kveðinn upp dómur yfir mæðginunum í Héraðsdómi Reykjavíkur og var sonurinn sýknaður en móðirin dæmd í eins og hálfs árs fangelsi.

Héraðsdómur féllst á þann framburð konunnar að sonur hennar hefði ekki vitað af smyglinu en féllst ekki á skýringar hennar á athæfinu. Konan hélt því fram að hún hefði flutt efnin til landsins í þeirri fullvissu að um peninga væri að ræða, evrur yfir leyfilegri fjárhæð peningasendinga sem flytja má til landsins. Fíkniefnin voru falin í leynihólfum í töskunum og konan sagði aðilana sem fengu hana til að flytja sendinguna til landsins hafa útbúið sendinguna án þess að hún kæmi þar nokkuð nærri.

Í dómnum kemur fram að framburður konunnar hefur verið óstöðugur. Í fyrri skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún ekki hafa vitað af neinu í töskunum. Hún breytti hins vegar framburði sínum síðar við sömu skýrslutöku og bar fyrir sig að hún hefði aðeins tekið að sér að flytja peninga. Hins vegar var henni fyrirfram leiðbeint um, af þeim sem fengu hana til verksins, að villa um fyrir yfirvöldum. Það geti skýrt ósannsöglina um þetta. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði hún að henni hefði verið ógnað þegar hún var beðin um að flytja töskurnar til landsins. Fyrir dómi kannaðist hún ekki við þann framburð og dró hann til baka. Í dómnum segir að misræmi og óstöðugleiki í framburði konunnar rýri trúverðuleika framburðar hennar.

Hvorki konan né sonurinn hafa sakaferil að baki. Konunni var virt til refsilækkunar að hún var samvinnufús við rannsókn málsins.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?