Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur gefið sterklega í skyn að Youri Tielemans sé að spila sitt síðasta tímabil fyrir félagið.
Tielemans var á óskalista Arsenal í sumar en hann verður samningslaus í júlí og má ræða við önnur félög í janúar.
Útlit er fyrir að Leicester muni ekki framlengja við Belgann en hann vill sjálfur komast burt eða þá fá gríðarlega launahækkun hjá félaginu.
,,Ef einhver vill ekki vera hérna eða vill of mikla peninga til að vera hér þá þarftu að þakka honum fyrir og óska honum góðs gengis,“ sagði Rodgers.
,,Við erum ekki félag með gríðarlegar fjárhæðir á bakvið okkur. Margir af okkar leikmönnum eru á síðasta samningsári. Við værum til í að halda þeim en stundum kemur tími þar sem beðið er um of mikið. Ef tímapunkturinn er réttur þá þurfa þeir að leita annað.“