fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Helgi Ómars sakar lögreglumann um valdabrjálæði – „Ég trúði varla hvað væri að gerast“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. janúar 2023 11:14

Helgi Ómarsson segir farir sínar ekki sléttar af lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Má ég biðja þig um að tala fallega við mig?“ þurfti ég að segja við lögreglumann þegar ég var stoppaður í dag þegar ég fór yfir á gul-rauðuljósi, að beygja inn á Geirsgötu frá Lækjagötu,“ segir áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Helgi Ómarsson.

Hann segir farir sínar ekki sléttar af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega af einum lögreglumanni sem hann sakar um valdabrjálæði. Helgi, sem heldur úti hlaðvarpinu Helgaspjallið, útskýrir hvað hafi gerst í færslu á Instagram.

„Þegar ég tók beygjuna, þar sem venjulegt fólk og almennilegt fólk lætur sekúndu, eða tæpa jafnvel, líða til að hleypa bílunum yfir ákvað þessi lögreglumaður að gefa í, eins og hann gat, eins og hann væri að fara að klessa á mig. Ég trúði varla hvað væri að gerast, sérstaklega af hálfu lögreglumanns,“ segir hann.

„Þegar ég sá bílinn hugsaði ég strax að ég væri á gráu svæði og ég myndi biðjast afsökunar og taka ábyrgð ef þess þyrfti. Nema að hann auðvitað gaf í og þóttist ætla að klessa á mig.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson)

„Háklassa fávitaskapur“

Helgi segir að lögreglumaðurinn hafi stoppað hann. „Sem ég tel algjörlega eðlilegt og tel það eðlilega atburðarrás, en ég var enn mjög off þegar kom að þessu „þykjast klessa á“ atviki af hálfu lögreglu, sem var að öllu leyti óþarfi og auðveldlega hægt að túlka sem háklassa fávitaskap og flokka hann sem óöruggu eineltistýpuna sem þarf að ógna öðrum,“ segir hann.

„Þessi tiltekni lögreglumaður mætti fyrir framan rúðuna með þyngstu brún á enninu, tilbúinn í slag. Enn og aftur, minnti hann helst á týpuna niður í bæ: „Á ég að berja’ig eða?“? Komdu í mig bro,“ korter í froðufellingu. Ég mætti honum með þeirri spurningu; hvort hann væri til í að tala fallega til mín. Ég hafði engan áhuga á öðru en að biðjast afsökunar af minni hálfu, taka ábyrgð og sýna rétt gögn, allt þetta. En að ég hafi þurft að biðja fullorðinn lögreglumann, eflaust yfir 45 ára, eflaust með reynslu, um að tala fallega til mín, meira og minna róa sig og tjá honum að ég væri bara að reyna að gera rétt, þykir mér galið.“

Helgi segir að hann hafi reynt að ræða um „klessu atvikið“ við lögreglumanninn. „Ég sá að með því að gera það þá æstist aumingja maðurinn og ég ákvað að draga mig úr því atriði til að mannbarnið myndi ekki fara í frekara tantrum. Ég sagði: „Mér þykir leiðinlegt hvernig þú brást við með því að þykjast klessa á mig af óþörfu.“ Hvenær er það orðin okkar ábyrgð að biðja fullorðna karlmenn, sem þykjast klessa á bílana okkar, sem var algjörlega óþarfi, með valdabrjálæðissyndrome-ið, að tala fallega til okkar?“

Skjáskot/Instagram

Er alls ekki að alhæfa um lögregluþjóna

Áhrifavaldurinn tekur það fram að hann sé alls ekki að alhæfa um lögreglufólk, hann á vini í lögreglunni og þakkar þeim fyrir göfugt starf.

„Ég er að varpa ljósi á einstaklinga sem vinna þessa vinnu, sem eru augljóslega ekki í starfinu á réttum forsendum,“ segir hann og bætir við:

„Eiga völd og lögreglustörf að haldast í hendur? Eða ógn og lögreglustörf? Eða óþolandi bully hegðun í garð þeirra sem treysta því að lögreglan sé hérna sem vernd, leiðbeining, hvatning til að taka ábyrgð?“

Skjáskot/Instagram

Segist ekki hafa brotið lög

Helgi segir að ef hann hefði verið sektaður fyrir að brjóta lög hefði hann ekki kvartað. „Í þessu tilfelli braut ég ekki lög, hann gat ekki refsað mér neitt, nema auðvitað með hegðun sinni.“

„Er þetta málið? Eigum við að frjósa og vera hrædd og ógnað af lögreglunni? Eins vonlaus og ég verð um að lögreglan taki einhverja ábyrgð af sínum starfsmönnum, þá getum við samt tekið málin í eigin hendur og tjáð okkur, málfrelsið er okkar. Ef lögreglan vill er eflaust til myndband þegar þessi tiltekni lögreglumaður stígur á bensíngjöfina til að klessa á mig.“

Helgi hvetur fólk til að taka upp samskipti sín við lögregluna ef það er stöðvað. „Með þessum skrifum er minn eini ásetningur að vekja athygli á, ekki öllu lögreglufólki, heldur þeim lögregluþjónum sem ég átti samskipti við í dag,“ segir hann.

„Mér þykir samskiptahæfni og hæfni til mannlegs viðmóts vera það minnsta sem við getum óskað eftir lögreglu landsins. Fullorðnar valdabrjálæðiseineltistýpur eiga ekki heima í þessu starfi. Punktur.“

Skjáskot/Instagram

Hefur fengið fjölda frásagna

Helgi greindi frá þessu í gær en gaf uppfærslu á málinu fyrr í dag. Hann sagði að hann væri kominn með númerið á lögreglumanninum en hefur ekki flett honum upp að svo stöddu.

„Ég er með endalaust af hræðilegum frásögnum af svipuðum og mikið verri reynslu af þessum týpum af lögreglufólki, og það eru bæði karlar og konur,“ segir hann.

„Ég er með fullt, fullt, fullt af skilaboðum frá lögreglufólki sem er miður sín yfir að þessi skemmdu epli geri það að verkum að fólk missir trú á þeim sem lögreglufólki og galin hegðun þessara einstaklinga sem um ræðir, á ekki að þurfa að endurspegla þeirra sem sinna starfinu af umhyggju og fallegum og réttum forsendum.“

DV hefur sent fyrirspurn á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og óskað eftir viðbrögðum. Beðið er svara.

Uppfært 14:08

„Við getum ekki tjáð okkur um einstaka mál,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar, í svari til DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks