Cristiano Ronaldo gæti spilað sinn fyrsta leik í Sádí Arabíu í leik þar sem úrvalslið spilar gegn PSG.
Ronaldo skrifaði undir hjá Al-Nassr undir lok síðasta árs en hann hefur ekki spilað sinn fyrsta leik.
Ronaldo tók með sér tveggja leikja bann frá Englandi og getur því ekki byrjað að spila.
Draumalið með leikmönnum Al Hilal og Al Nassr mun í næstu viku mæta PSG í æfingaleik þar sem Ronaldo spilar líklega gegn Lionel Messi.
22 janúar er svo líklega dagurinn þar sem Ronaldo spilar sinn fyrsta leik fyrir Al-Nassr þegar liðið mætir Ettifaq í deildinni heima fyrir.
„Frumraun hans verður ekki í treyju Al-Nassr,“ segir Rudi Garcia þjálfari Al-Nassr.
„Ég sem þjálfari er ekki sáttur með þennan leik, þetta er þremur dögum fyrir leik hjá okkur. Það verður hins vegar gaman að sjá leikmenn PSG hérna. Það hefði mátt skipuleggja þetta betur.“