fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Margrét skrifaði undir á Ítalíu og fékk mynd með goðsögn

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Árnadóttir er gengin í raðir Parma á Ítalíu í kjölfar þess að samningur hennar við Þór/KA rann út.

Margrét er fædd 1999 og kom upp í meistaraflokk Þór/KA 2016 eftir að hafa verið þar í yngri flokkum.

Hún semur við Parma út þessa leiktíð með möguleika á framlengingu. Liðið er sem stendur á botni A-deildarinnar með sex stig eftir 12 leiki, hefur unnið einn leik og gert þrjú jafntefli, en næst fyrir ofan eru fjögur lið með tíu stig.

„Ég fékk símtal að kvöldi 28. desember um að liðið vildi bjóða mér samning og næsta morgun voru drögin að samningi komin. Ég hafði þá nánast bara dag í að gefa svar og ákvað á endanum að segja já og næsta morgun var kominn samningur,“ segir hún Margrét við heimasíðu Þórs/KA.

„Mig hefur lengi langað að fara út í atvinnumennsku og hefur alltaf langað að prófa að flytja á meginland Evrópu. Þannig að eftir þetta tímabil ákvað ég aðeins að fara að skoða hvaða möguleika ég ætti.“

Juventus-goðsögnin Gianluigi Buffon spilar með karlaliði Parma og birtist mynd af honum og Margréti eftir skipti hennar frá Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna