Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Alejandro Balde hjá Barcelona.
Vinstri bakvörðurinn er aðeins nítján ára gamall en hefur verið í stóru hlutverki á Nývangi á þessari leiktíð. Hann hefur lagt upp þrjú mörk í La Liga.
Óvissa er með framtíð Balde hjá Barcelona. Vonast Arsenal og Newcastle til að nýta sér það.
Núgildandi samningur kappans rennur út eftir næstu leiktíð. Barcelona hefur boðið honum nýjan samning en vegna fjárhagsvandræða verður erfitt að skrá leikmanninn á þeim samningi.
Arsenal og Newcastle hafa verið í góðum gír í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Skytturnar eru í efsta sæti með fimm stiga forskot á Manchester City.
Newcastle er í þriðja sæti með 35 stig og er að eiga sitt besta tímabil í langan tíma.