Áhrifavaldurinn og athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir kveður ljósa einkennislitinn og er orðin dökkhærð.
Fyrrverandi fegurðardrottningin hefur verið ljóshærð í mörg ár en ákvað að það væri kominn tími til að breyta á nýju ári.
Hún fór í litun til Naomi Chantelle, sem rekur vinsæla hárstofu í Chester í Bretlandi.
View this post on Instagram
Naomi deildi einnig myndum af nýja útliti Tönju.
View this post on Instagram
Tanja Ýr er búsett í Bretlandi. Hún var valin Ungfrú Ísland árið 2013. Hún stofnaði fyrirtækið Tanja Ýr Cosmetics árið 2015 en sagði skilið við það í fyrra. Hún stofnaði hárvörumerkið Glamista Hair í lok árs 2020 ásamt vinkonu sinni, Kolbrúnu Elmu Ragnarsdóttur. Hún hefur gert það gott sem áhrifavaldur um árabil og er með tæplega 36 þúsund fylgjendur á Instagram.
Sjá einnig: Tanja Ýr á tímamótum og lokar stórum kafla í lífi sínu