Cristiano Ronaldo og fjölskylda er að koma sér fyrir í Sádí Arabíu en fjölskyldan leitar sér að framtíðar heimili.
Á meðan leitin fer fram býr fjölskyldan í Kingdom turninum á Four Seasons hótelinu.
Ronaldo sem er 37 ára gamall skrifaði undir samning við Al-Nassr á dögunum og verður í Sádí-Arabíu í tvö og hálft ár.
Allt til alls er á hótelinu þar sem Ronaldo og fjölskylda er en líklega munu þau flytja í glæsilegt einbýli innan tíðar.
Myndir af hótelinu eru hér að neðan.