Eric Bailly fékk rautt spjald fyrir skelfilega tæklingu í franska bikarnum um helgina.
Bailly er á mála hjá Marseille frá Manchester United. Liðið mætti D-deildarliði Hyeres um helgina og vann 0-2 sigur.
Á 15. mínútu leiksins dró hins vegar til tíðinda þegar Bailly átti vægast sagt hræðilega tæklingu.
Sá sem varð fyrir henni var Moussa N’Diaye og var honum keyrt burt á sjúkrabíl eftir atvikið.
Bailly gekk í raðir United frá Villarreal árið 2016. Kostaði hann 30 milljónir punda.
Miðvörðurinn stóð hins vegar aldrei undir væntingum á Old Trafford.
Hér að neðan má sjá atvikið.
🚨🇨🇮 #MUFC loanee Eric Bailly puts his opposition in hospital and is sent off. pic.twitter.com/b5mD1o5l6S
— UtdPlug (@UtdPlug) January 7, 2023