fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Tæplega 50 stiga hitamunur í Noregi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið hefur verið ansi öfgakennt víða í Evrópu í vetur og má þar nefna að hitamet féllu víða í álfunni um áramótin.

Noregur er auðvitað stórt og langt land og þar getur veðrið verið ansi misjafnt á milli landshluta. Það átti einmitt við á laugardaginn þegar norska veðurstofan skýrði frá því á Twitter að tæplega 50 stiga hitamunur hafi verið á norska meginlandinu.

Í Kautokeino sveitarfélaginu, sem er stærsta sveitarfélag landsins, sem er norðan við Finnland fór frostið niður í 38,2 stig aðfaranótt laugardags. Síðar á laugardaginn mældist hitinn í Opstveit í Vestland, sem er í suðvesturhluta landsins, 11,1 stig.

Hitamunurinn var því 49,3 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður