Það var aldrei vilji Thomas Tuchel að fá miðjumanninn Denis Zakaria í raðir Chelsea í sumarglugganum.
Tuchel var rekinn í byrjun tímabils eftir slakt gengi og er Graham Potter í dag við stjórnvölin í London.
Zakaria var fenginn til Chelsea á láni frá Juventus en það var ljóst að liðið þyrfti að styrkja miðjuna.
Tuchel hafði þó enga hugmynd um skipti Zakaria og kannaðist ekki við leikmanninn er hann mætti innum dyrnar á Stamford Bridge.
The Telegraph greinir frá þessu en eftir að hafa spurst fyrir um hver maðurinn væri komst Tuchel að sannleikanum.
Zakaria fékk ekkert að spila undir stjórn Tuchel en hefur fengið tækifærin undir Potter.